I Can’t See a Thing Without My Glasses

Short story collection published with Forlagid in 2010.


Passage

I Can’t See a Thing Without My Glasses is a collection of short stories by Óskar Magnússon which depict ordinary people in their everyday life.

We get to know a vulnerable composer, a farrier from the countryside, a couple travelling in Venice and a former bank CEO - and Dr. Hróar, Ingveldur Melinda and Francois Girbaud the escort make an appearance as well.

The stories are diverse and cheerful but at the same time they give a sense of sincerity and subtle polemic.

The author has an eye for details and infuses the characters with life with his delicate understanding of their identity and ways.

Icelandic

Ég sé ekkert svona gleraugnalaus hefur að geyma nýjar smásögur eftir Óskar Magnússon sem flestar fjalla um hversdagslegt fólk í venjulegu umhverfi.

Við kynnumst viðkvæmu tónskáldi, járningamanni utan af landi, hjónum á ferðalagi í Feneyjum og fyrrverandi bankastjóra - og Hróar læknir, Ingveldur Melinda og gleðikonan Francois Girbaud stíga líka fram á sjónarsviðið.

Sögurnar eru fjölbreytilegar og í þeim er oft galsafenginn tónn en undir niðri býr alvara og stundum hárfín ádeila.

Höfundur hefur einkar glöggt auga fyrir smáatriðum og gæðir sögupersónur sínar lífi með næmum skilningi á einkennum þeirra og hátterni.

Index

  • Frumsýningin
  • Sigurjón
  • Austanátt
  • Forlagslöns í Lundúnum
  • Fire Chief
  • Ingveldur Melinda
  • Blokkin
  • Málmsteypa Sigmundar
  • Dr. Amplatz
  • Aferíka
  • Hótel
  • Fína kvöldið

Quotes

„… lipur smásagnahöfundur …“
Egill Helgason Kiljan
„Persónur Óskars eiga það margar sammerkt að sjá eitthvað sem aðrir sjá ekki og sögurnar eiga væntanlega öðrum þræði að bregða upp fyrir okkur gleraugum. Fá okkur til að rýna í litlu atriðin sem við lítum svo gjarna fram hjá í daglegu lífi.“
Auður Aðalsteinsdóttir Víðsjá, RÚV
„Óskar hefur mjög næmt auga fyrir kynlegum kvistum … og spaugilegum aðstæðum. … smásögur sem er gaman að lesa … textinn alltaf lipur og lifandi. … ákaflega pennafær maður og ég skil vel að smásögur hans falli vel í kramið. … Betri en Davíð!“
Hrafn Jökulsson Kiljan
„Stíll Óskars er skrumlaus og sagnaheimur hans er jafnan hlaðinn nokkuð svartri kímni … Megineinkenni er hversu frásagnargleðin er ríkuleg og hversu fundvís höfundur er á skemmtileg söguefni. Stíllinn er knappur og kaldhæðinn og sögurnar hnyttnar. Það má hafa verulega ánægju af lestri þessarar bókar.“
Skafti Þ. Halldórsson Morgunblaðið